Síld

Síld - Clupea harengus harengus                                                    Teikning: Jón Baldur Hlíđberg

 

Síldarafiurđir

MSC

Frosnar: heilfryst, flapsar ogg flök 

međ eđa án rođs.

Síld er Íslendingum mikilvćgur nytjafiskur. Ţrír stofnar síldar hafa fundist á Íslandsmiđum, ţ.e. íslensk vorgotssíld og sumargotssíld sem hrygnir viđ Ísland, og norsk-íslensk síld sem hrygndi viđ vesturströnd Noregs, hélt síđan í ćtisleit á svćđinu milli Íslands og Jan Mayen, nálgađist Ísland í torfum ţegar kom fram á sumar, hélt áleiđis til Noregs ađ vetrarlagi og var komin á ný á hrygningarstöđvar ţar ađ vori. Árni Friđriksson fiskifrćđingur setti fyrstur manna fram kenningu um ferđalag síldarinnar milli Noregs og Íslands og kenning hans var síđar stađfest međ rannsóknum.

Íslendingar fóru ađ veiđa mikiđ úr íslensku síldarstofnunum eftir 1955, einkum vorgotssíldina, og úr norsk-íslenska stofninum eftir 1960.  Svo fór ađ síldarstofnanir hrundu, ađallega vegna ofveiđi. Sumargotssíldin náđi sér síđar á strik og norsk-íslenski stofninn braggađist líka en síldin hefur ekki samt tekiđ upp fyrra lífsmunstur ţegar hún gekk á Íslandsmiđ á sumrin.

 Veiđislóđ Vinnslustöđvarinnar fyrir síld: norsk-íslensku síldina (blágrátt) og íslensku sumargotssíldina (blátt).

 

Heimildir: 
Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, 
Fjölvaútgáfa/1983; 
Fiskar og fiskveiđar eftir Bent J. Muus og Preben Dahlström, 
Almenna bókafélagiđ 1968; o.fl.

 

Menu
  • Vinnslustöđin hf.
  • Hafnargötu 2
  • 900 Vestmannaeyjar
  • Sími (+354) 488 8000
  • Fax (+354) 488 8001
  • vsv@vsv.is