Vinnslustöðin hf. leitar eftir öflugum einstaklingi til starfa í fjölbreytt og krefjandi starf yfirmanns á netaverkstæði fyrirtækisins.
Um er að ræða fullt starf og er miðað við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni
- Daglegur rekstur netaverkstæðis.
- Eftirlit með ástandi veiðarfæra.
- Viðhald og endurbætur á veiðarfærum.
- Samskipti við þjónustuaðila.
- Önnur tengd og tilfallandi verkefni.
Þekking og hæfni
- Veiðafæratæknir / netagerðarmaður með meistararéttindi kostur.
- Reynsla í netagerð eða áralöng reynsla á fiskiskipi sem nýtist í starfi.
- Góð þekking á veiðarfærum.
- Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð samskiptafærni og jákvæðni.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Willum Andersen, rekstrarstjóri, á netfanginu willum[at]vsv[dot]is eða í síma 891-6661.
Umsóknarfrestur er til 5. maí. Allar umsóknir skulu berast til Lilju B. Arngrímsdóttur, starfsmannastjóra, á netfangið lilja[at]vsv[dot]is.