Velkomin á umsóknarvef okkar! Hér að neðan eru upplýsingar um laus störf hjá okkur. Skoðaðu og sæktu um í dag.

Vinnslustöðin hf. er í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Vinnslustöðin er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, sem rekur eigið sölu og markaðsstarf og selur afurðir sínar að nær öllu leyti á erlendum mörkuðum.

 

 

Framkvæmdastjóri

Marhólmar ehf. í Vestmannaeyjum leitar að áhugasömum aðila í starf framkvæmdastjóra. Marhólmar ehf. hóf starfsemi árið 2012 og er í eigu Vinnslustöðvarinnar hf. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 20 starfsmenn og er starfsstöð félagsins í Vestmannaeyjum. Starfsemi Marhólma er framleiðsla á fullunnum gæðavörum, aðallega fullunnum hrognaafurðum. Vörur fyrirtækisins eru seldar um allan heim. Velta fyrirtækisins á árinu 2022 var um 2 milljarðar króna.

Við leitum að einstaklingi í krefjandi starf í afar fjölbreyttu og alþjóðlegu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Daglegur rekstur fyrirtækisins í samvinnu við framleiðslustjóra
 • Ábyrgð á fjármálum, fjárhagsáætlunum og rekstraruppgjörum
 • Upplýsingagjöf, greiningar og ráðgjöf til stjórnar
 • Umsjón sölumála og greining á mörkuðum
 • Koma á og viðhalda langtíma viðskiptasamböndum við viðskiptavini
 • Öflun hráefnis í vinnslu félagsins
 • Utanumhald birgða
 • Þátttaka í stefnumótun félagsins

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskóla- eða tæknimenntun, sambærileg menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla er kostur
 • Reynsla af vöruþróun og framleiðslu kostur
 • Reynsla af alþjóðaviðskiptum er kostur
 • Góð færni í ensku, bæði í töluðu og rituðu máli
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum

 

Umsóknum skal skila á tölvupósti til Lilju B. Arngrímsdóttur, starfsmannastjóra Vinnslustöðvarinnar á lilja[at]vsv[dot]is.

Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar á netfanginu binni[at]vsv[dot]is eða í síma 488-8000.

 

Umsóknarfrestur er til 30. júní 2023.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.