Ástir samlyndra í fiskvinnslu

„Ég kom hingað frá Póllandi fyrir fimm árum. Systir mín hafði áður flutt til Íslands og útvegaði mér vinnu í Vinnslustöðinni. Sjálf starfar hún hjá Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Anna kom frá Póllandi einu ári á eftir mér.

Við kynntumst í Eyjum, urðum par, búum saman og vinnum líka saman! Okkur líður vel á Íslandi og hér ætlum viljum við vera til frambúðar.“

Milosz Adrian Szczesny segir brosmildur ástar- og ævintýrasögu þeirra Önnu Bara. Þau starfa bæði tvö í bolfiski og humri í Vinnslustöðinni. Hann var nýlega ráðinn flokksstjóri á því sviði starfseminnar og hafði áður leyst af sem slíkur í eitt ár eða svo.

Flokkstjóri vinnur eins og hver annar í framleiðslunni en hefur jafnframt það hlutverk að fylgjast með því að vinnslan gangi snurðulaust fyrir sig og er verkstjóranum til aðstoðar eftir atvikum.

 

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.