Útkall í uppgræðslu í Eldfelli!
Sjálfboðsliðar dreifa áburði og fræi í hlíðum Eldfells
fimmtudaginn 11. júlí kl. 17:30
með Guðmundu Bjarnadóttur í broddi fylkingar.
Allir velkomnir, stórir og smáir, með græna fingur og uppgræðslugleði í hjarta.
Guðmunda hvetur væntanlega liðsmenn í græna hernum sínum til að hafa með sér hlífðarhanska.
Landgræðslan í Eldfelli á rætur að rekja til ákvörðunar Vinnslustöðvarinnar um að veita 10 milljónir króna til verksins í tilefni sjötugsafmælis síns 2016 í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. Uppgræðsluverkefnið hefur verið í tvö ár og verður því haldið áfram í ár. Guðmunda Bjarnadóttir situr í stjórn Vinnslustöðvarinnar og er verkefnisstjóri þessa verkefnis af hálfu VSV.
Verkefni þetta hefur skilað miklum, sýnilegum og gleðilegum árangri.