Útkall í uppgræðslu í Eldfelli!

Sjálfboðaliðar með Guðmundu Bjarnadóttur í fararbroddi ætla að dreifa áburði og fræjum í hlíðum Eldfells á morgun, þriðjudaginn 24. júlí, kl. 17:30.

Öllum velkomið að taka þátt í verkefninu. Guðmunda biður væntanlega liðsmenn í græna hernum sínum að mæta með hlífðarhanska.

Landgræðslan í Eldfelli á rætur að rekja til ákvörðunar stjórnar Vinnslustöðvarinnar um að veita 10 milljónir króna til verkefnisins í tilefni sjötugsafmælis síns 2016, í samstarfi við Vestmannaeyjabæ.

Skeljungur gaf áburð til dreifingar í fyrra og gerir það aftur í ár. Fyrirtækið er þar með orðið beinn þátttakandi í verkefni sem færir þátttakendum og Eyjamönnum öllum gæfi og gleði og hefur nú þegar skilað miklum og sýnilegum árangri.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.