Vinnslustöðin á Brussel 2016

Dagana 26-28 apríl síðastliðinn var haldin sjávarútvegssýning í Brussel. Vinnslustöðin og About Fish héldu úti bás á sýningunni eins og undanfarin ár. Viðbrögðin voru mjög góð og er þetta mjög góður vettvangur til að hitta núverandi viðskiptavini ásamt því að kynnast nýjum. Þarna kemur saman starfsfólk okkar frá öllum söluskrifstofum About Fish sem staðsettar eru á Íslandi, Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Portúgal og Rússlandi. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar og þetta árið voru í kringum 1.600 sýnendur frá 75 löndum. Árið 2015 sóttu 26.600 gestir sýninguna frá yfir 140 löndum.“

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.