Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um liðna helgi og var mikið að gerast í bænum fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og alla bæjarbúa. Áhöfnin á Drangavík VE bauð starfsmönnum og fjölskyldum Vinnslustöðvarinnar í siglingu á laugardagsmorguninn. Vel var mætt í siglinguna og höfðu bæði börn og fullorðnir gaman af. Á Vigtartorginu var svo skemmtun sem skipulögð er af Sjómannadagsráði. Meðal skemmtiatriða var róðrakeppni og þar átti Vinnslustöðin sigursæl lið í keppni en alls 3 bikarar komu í hendur Vinnslustöðvarliða.

Á laugardagskvöldið var hátíð fyrir sjómenn haldin í Höllinni en áður en þangað var haldið bauð Vinnslustöðin áhöfnum skipa félagsins og mökum í kokteilboð í Eldheimum.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.