Góða veislu gjöra skal!
Vinnslustöðin opnar almenningi nýju uppsjávarvinnsluna sína laugardaginn 15. október kl. 14-16.
Allir hjartanlega velkomnir til að skoða húsið, þiggja það sem á borð verður borið, hlýða á tónlist og sýna sig og sjá aðra í góðum félagsskap.
Auglýsingin hér fyrir neðan segir það sem segja þarf.
Hlökkum til að sjá ykkur!