Bleikur (vinnu)dagur í VSV

Tilveran var með bleikara móti á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í dag.

Bleiki dagurinn var hátíðlegur haldinn og þess sáust glögg merki á vinnustaðnum en fyrst og fremst í morgunkaffinu.

Konur í starfsmannahópnum voru áberandi áræðnari í að bleikja sig í tilefni dagsins, bæði í klæðaburði og til höfuðsins. Karlarnir voru hógværari en sumir þeirra fá óhikað prik fyrir viðleitni.

Óhætt er að segja lífið hafi verið í lit í vinnunni í dag. 

Baráttukveðjur úr Vinnslustöðinni í tilefni Bleika dagsins 2016!

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.