Samkeppni um að að skreyta vegg frystigeymslu VSV

Vinnslustöðin efnir til samkeppni í samstarfi við Vestmannaeyjabæ um veggskreytingu á suðurgafli nýju frystigeymslunnar sem rís á Eiðinu á næstu mánuðum.

Væntanlegt listaverk verður áberandi frá syðri hluta bæjarins og blasir líka við þeim er fara um ferjubryggju Herjólfs.

Tölvugerð mynd af frystigeymslu VSV.

Veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í samkeppninni, 500.000 kr. fyrir fyrsta sæti, 250.000 kr. fyrir annað sæti og 125.000 fyrir hið þriðja að viðbættum virðisaukaskatti.

  • Tillögum skal skila í síðasta lagi 9. janúar 2017 og gert er ráð fyrir að niðurstöður verði kynntar hér á VSV-vefnum 24. janúar til 3. febrúar.

Dómnefnd skipa Þorsteinn Óli Sigurðsson, tæknifræðingur Vinnslustöðvarinnar, formaður; Pétur Jónsson landslagsarkitekt frá Landark; Margrét Rós Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar og Hafþór Halldórsson, verkefnastjóri hjá Vestmannaeyjabæ. Trúnaðarmaður dómnefndar er Haraldur Bergvinsson, starfsmaður Vinnslustöðvarinnar.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.