Þéttsetin Höllin í jólakaffinu

Ætla má að um 350 manns hafi sótt jólakaffi Vinnslustöðvarinnr í Höllinni síðastliðinn sunnudag, 11. desember, hefðbundinn atburð starfsmanna félagsins á aðventunni. Þetta var þrettánda jólakaffið frá upphafi og líklega hið fjölmennasta hingað til.

Séra Viðar Stefánsson, nýr sóknarprestur Eyjamanna, flutti hugvekju sem góður rómur var gerður að. Hann er úr Gnúpverjahreppi í Árnessýslu og þarna höfðu flest sóknarbörnin í salnum fyrstu kynni af nýja prestinum sínum.

Annar gestur var kunnuglegri frá fyrri tíð: sjálfur jólasveinninn. Hann mætti með nammi í poka handa fjölmörgum börnum starfsmanna á vettvangi.

Veisluborðin svignuðu undan öllum kræsingunum, það var gott með kaffinu nú sem endranær.

Starfsmenn fengu jólagjafir fyrirtækisins og nokkrir þeirra viðurkenningu að auki í tilefni tímamóta, afmælis eða starfsloka.

Hér eru aðstandendur viðurkenninganna, Sigurgeir B. Kristgeirsson – Binni framkvæmdastjóri lengst til vinstri og Þór Vilhjálmsson lengst til hægri. Annars frá vinstri:

  • Jason Stefánsson fyrir hönd Inga Árna Júlíussonar – Inga Júl. í tilefni sjötugsamælis.
  • Kristinn Andersson í tilefni þess að hann lætur af störfum eftir um 30 ár hjá Vinnslustöðinni.
  • Baldur B. Birgisson fyrir hönd Kristins Valgeirssonar í tilefni fimmtugsafmælis.
  • Jasoslav R. Pustula í tilefni fimmtugsafmælis.
  • Ingigerður Helgadóttir í tilefni fimmtugsafmælis.
  • Gunnar Davíð Gunnarsson fyrir hönd Erlendar Gunnars Gunnarssonar í tilefni fimmtugsafmælis.

Séra Viðar Stefánsson.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.