Vinnslustöðin sjötug í dag!
Í dag (30. desember) eru nákvæmlega 70 ár liðin frá því Vinnslustöðin var stofnuð. Þess verður minnst í Akógeshúsinu kl. 17 og þar verður kynnt bókin Sjötug og síung, Vinnslustöðin 1946-2016, sem Atli Rúnar Halldórsson skráði. Opið hús og allir velkomnir!
Í bókinni er brugðið upp svipmyndum úr sögu Vinnslustöðvarinnar, bæði í gamni og alvöru. Margs er að minnast, enda er saga félagsins um leið saga sjávarútvegs á Íslandi og samfélags og mannlífs í Vestmannaeyjum.