Framúrskarandi fyrirtæki þriðja árið í röð

Vinnslustöðina er að finna á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2016. Einungis 1,77% allra íslenskra fyrirtækja standast skilyrði sem Creditinfo setur fyrir því að geta talist framúrskarandi.

Vinnslustöðin var líka á lista framúrskarandi fyrirtækja árin 2015 og 2014 og hefur því skorað þrennu að þessu leyti samfellt á þremur árum. Það er árangur sem vert er að halda til haga!

Creditinfo upplýsir frekar um útnefningar framúrskarandi fyrirtækja á samkomu sem boðað er til í Reykjavík 25. janúar og fjármálaráðherra veitir þeim viðurkenningu sem mest hafa skarað fram úr.

Sjö skilyrði þarf fyrirtæki að uppfylla til að teljast framúrskarandi:

  1. Fyrirtækið sé í lánshæfisflokki 1-3.
  2. Rekstrarhagnaður (EBIT) og ársniðurstaða jákvæð þrjú ári í röð.
  3. Eiginfjárhlutfall 20% eða meira en þrjú rekstrarár í röð.
  4. Eignir hafi humið 80 milljónum króna eða meira þrjú ár í röð.
  5. Framkvæmdastjóri skráður í hlutafélagaskrá.
  6. Fyrirtækið virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.
  7. Fyrirtækið hafi skilað ársreikningi fyrir 1. september 2016.
Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.