Loðnukvótinn klárast trúlega um helgina

„Ég geri ráð fyrir að við klárum kvótann á sunnudaginn kemur,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarfisks hjá Vinnslustöðinni.

Loðnuvinnsla félagsins stendur því yfir eitthvað fram í næstu viku.

KAP er að fylla sig á miðunum og kemur til hafnar í fyrramálið (að morgni laugardags 11. mars). 

Ísleifur er í höfn til löndunar og loðna úr honum er í vinnslu.

Gert er ráð fyrir að bæði KAP og Ísleifur taki svo „slattatúra“ í lokin um helgina.

Sighvatur Bjarnason er kominn með fullfermi á miðunum, er að öllum líkindum í lokatúrnum sínum og væntanlegur til hafnar á morgun, laugardag.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.