Loðna fryst og hrogn líka á sama tíma!

„Loðna úr Ísleifi var fryst í dag og sömuleiðis hrogn úr loðnu úr KAP. Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert samtímis fyrr í Vinnslustöðinni,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarvinnslunnar. Þar með fjarar loðnuvertíðin út í þetta sinn ...

Stemningsmyndir frá Adda í London.

Loðnan gufaði eiginlega upp á sunnudaginn, hvarf  hreinlega á miðunum. Svo gerði hún vart við sig hér og þar í gær. Þá var Ísleifur VE kominn á Fljótagrunn (norður af Siglufirði) og náði í þúsund tonna farm af loðnu sem ekki var hæf til hrognatöku en er fryst. Ástandið á henni var svipað og á loðnu sem veiddist við Eyjar 23.-24. febrúar nema hún var minni, um það bil 50 stykki í kílói.

KAP VE fór í vesturátt og náði í ein 800 tonn úr loðnutorfum úti fyrir Patreksfirði. Hrogn úr þeirri loðnu er nú fryst hjá VSV.  

Þar með sér fyrir enda vertíðarinnar. Vinnslu loðnu lýkur trúlega á fimmtudaginn en brætt verður eitthvað lengur.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.