Rafmagnstafla fyrir flokkunarstöðina komin í hús

Hafist verður handa í dag við að klæða þak nýju flokkunarstöðvarinnar við nýtt uppsjávarfrystihús Vinnslustöðvarinnar við Vestmannaeyjahöfn. Rafmagnstafla af stærri gerðinni kom í hús í vikunni.

Allur vélbúnaður er kominn í hús flokkunarstöðvarinnar, færibönd og rennur. Nú liggur fyrir að koma þessu öllu saman fyrir á sínum stöðum og síðan tekur við lagnavinna og frágangur innan- og utanhúss.

Framkvæmdir eru nokkurn veginn á áætlun og þeim lýkur í júlí.

Aðalrafmagnstaflan á leið í hús. Mynd: Guðni I.

Til stendur að bæta við þriðja pökkunarkerfinu í nýja uppsjávarfrystihúsinu til að auka þar afköst. Sérfræðingar eru væntanlegir frá Noregi af þessu tilefni og stjórna uppsetningu vélbúnaðarins.

Í uppsjávarhúsinu eru sem sagt tvö pökkunarkerfi, verða brátt þrjú og húsrúm leyfir að þau geti orðið alls fjögur ef svo ber undir síðar.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.