Ótrúlegur árangur áburðardreifingar

Tveir tugir fullorðinna og börn að auki dreifðu áburði í hlíðum Eldfells á mánudagskvöldið og nutu veðurblíðunnar til að láta gott af sér leiða í uppgræðslu lands. Árangur verkefnisins lætur ekki á sér standa.

„Það er alveg ótrúlegt að sjá breytinguna frá því í fyrra, ég hefði ekki trúað því að óreyndu. Núna óðum við í grasi þar sem áður var gróðursnauð hlíðin!“ segir Guðmunda Bjarnadóttir, fiskverandi og varastjórnarmaður Vinnslustöðvarinnar.

Addi í London ljósmyndaði áburðardreifinguna.

Hún stýrir uppgræðsluverkefni í Eldfelli sem á rætur að rekja til sjötugsafmælis VSV á árinu 2016. Stjórn félagsins ákvað að veita tíu milljónir króna til uppgræðslu á þremur til fjórum árum í samvinnu við Vestmannaeyjabæ.

Dreift var áburði í þriðja sinn núna í vikunni og þráðurinn verður tekinn upp að nýju sumarið 2018.

Skeljungur er nú kominn í verkefnisstjórnina og gaf allan áburðinn sem dreift var.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.