Árshátíðargleði svo um munar

Yfir 200 manns sóttu árshátíð Vinnslustöðvarinnar laugardagskvöldið 21. október og skemmtu sér fram á rauða nótt. Eftir miðnættið var Höllin opnuð og VSV bauð Eyjamönnum öllum á ókeypis dansleik!

Einsi kaldi & Co slógu í gegn með þriggja rétta matseðli sínum í veislunni og veislustjórarnir fóru á kostum: Addi Blö og Steindi júníor. Þeir fluttu meðal annars vinsæl þjóðhátíðarlög við eigin texta og sögðu brandara af ýmsu tagi, suma neðan mittis og utan striks.  Þeir tóku reyndar fram að í Eyjum væri ekkert mál að fara yfir strikið – ef einhver strik væru þá yfirleitt til þar.

Voice-stjarnan Karitas Harpa söng og Stuðlabandið lék fyrir dansi.

Þarna voru saman komnir starfsmenn í frystihúsi, mjölvinnslu, á skrifstofu, í Hafnareyri, Marhólma, About fish og svo sjómenn úr áhöfnum skipa.

Samkoman fór afar vel fram og eftir því var tekið hve gestir voru alveg sérlega fínir í tauinu og glaðbeittir!

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.