Gleðilega hátíð!
Vinnslustöðin óskar starfsmönnum sínum til lands og sjávar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Aðventukaffið var í Höllinni sunnudaginn 17. desember. Fjölmennt var að vanda, eins og ljósmyndir Adda í London, sýna glöggt.
Frá aðventukaffi VSV 2017.
Þess var minnst í hófinu að fimm í starfsmannahópnum fögnuðu merkisafmælum á árinu sem líður senn:
- Skúli Georgsson 50 ára
- Óskar Örn Ólafsson 50 ára
- Haraldur Þráinsson 50 ára
- Arleta Dorota Szwejda 50 ára
- Guðmundur Jóhannsson 60 ára
Þá voru tveir starfsmenn heiðraðir sem létu af störfum vegna aldurs:
- Ingi Árni Júlíusson
- Yngvi Geir Skarphéðinsson