Vinnslustöðin í nr. 32 í röð 868 framúrskarandi fyrirtækja

Vinnslustöðin er í 32. sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2017. Á listanum eru alls 868 fyrirtæki. 

Morgunblaðið birti lista yfir öll framúrskarandi fyrirtæki landsins í sérblaði í dag. Þeim er skipt í þrjá flokka eftir stærð: stór fyrirtæki (eignir yfir 1.000 milljónum króna), meðalstór fyrirtæki (eignir 200-1.000 milljónir króna) og lítil fyrirtæki (eignir 90-200 milljónir króna).

Samherji hf. trónir efstur á lista stóru fyrirtækjanna, Eignarhaldsfélagið Randver ehf. á lista meðalstórra fyrirtækja (félag um eignarhlut Jóhanns Páls Valdimarssonar í bókaútgáfunni Forlaginu) og fasteignasalan Eignamiðlunin ehf. á lista lítilla fyrirtækja.

N1 og Hampiðjan fengu sérstaka viðurkenningu þegar fyrirtækjalisti Creditinfo var kynnur í Eldborg, N1 fyrir „framúrskarandi samfélagslega ábyrgð“ og Hampiðjan fyrir að vera „framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins.“

Þegar öllum 686 fyrirtækjum í stærðarflokkunum þremur er raðað upp í lista eru eftirtalin félög (öll stór) í tíu efstu sætum:

 1. Samherji hf.
 2. Félagsbústaðir hf.
 3. Icelandair Group hf.
 4. Marel hf.
 5. Icelandair ehf.
 6. Össur hf.
 7. Síldarvinnslan hf.
 8. Reginn hf.
 9. EIK fasteignafélag hf.
 10. Hagar hf.

Ísfélag Vestmannaeyja hf. er í 23. sæti og Vinnslustöðin hf. í 32. sæti.

Alls eru 16 fyrirtæki í Vestmannaeyjum á heildarlistanum, þriðja efsta Eyjafyrirtækið er útgerðarfélagið Ós ehf. í 74. sæti.

Nálaraugun sem íslensk fyrirtæki þurfa að smeygja sér í gegnum til að fá sæmdarheitið framúrskarandi hjá Creditinfo eru nokkur tiltekin og krefjandi, enda einungis 2,2% allra þeirra á landinu sem komast á úrvalslistann:

 • Ársreikningi skilað á réttum tíma.
 • Lánshæfisflokkur er 1-3.
 • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð.
 • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð.
 • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð.
 • Framkvæmdastjóri skráður í hlutafélagaskrá.
 • Fyrirtækið virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.
 • Eignir að minnsta kosti 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 og 2014.

Lykiltölur sjávarútvegsfyrirtækja. Birt í sérriti Morgunblaðsins um framúrskarandi fyrirtæki 2017.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.