Breki VE í kínverskri þurrkví

Togararnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS hafa verið teknir í þurrkví í skipasmíðastöðinni í Kína til að botnhreinsa þá og mála. Þetta er eitt af frágangsverkunum áður en skipin verða afhend eigendum sínum í aðdraganda siglingar til heimahafna á Íslandi.

Reynslusiglingum og veiðarfæraprófunum á miðun úti fyrir Kínaströndum lauk á nýliðnu ári og nú fer að nálgast að togararnir verði „útskrifaðir“, sem ætti að gerast fyrr en síðar. 

Myndir: Finnur Kristinsson

Nú er brostinn á umtalsverður vetur með tilheyrandi snjókomu í kínversku borginni Rongcheng þar sem skipasmíðastöðin er.

Slíkt kallar á snjóruðning og þá ekki endilega með stórvirkum vinnuvélum.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.