Breki og Páll loksins á heimleið!

Lengi, lengi hefur verið beðið eftir þessum tímamótum og nú eru þau runnin upp, að morgni fimmtudags að íslenskum tíma. Togaratvíburarnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS lögðu úr höfn í dag í Rongcheng í Kína áleiðis til Íslands!

Gert er ráð fyrir að skipin komi til heimahafna í Eyjum og á Vestfjörðum um miðjan maí.

Glæsilegir eru þeir! Páll Pálsson ÍS t.v. og Breki VE á siglingu. Mynd: Skipasýn ehf.

Skipunum verður í fyrsta áfanga siglt suður fyrir Singapúr, þaðan til Sri Lanka, um Súesskurð til Miðjarðarhafs, um Gíbraltarsund og áfram norður til Íslands.

Siglingarleiðin er 11.300 mílur og gert ráð fyrir að ferðin taki um 50 daga.

Heimsiglingin hefst 20 mánuðum síðar en ráð var fyrir gert þegar eigendur Vinnslustöðvarinnar og Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal undirrituðu smíðasamninga.

Áhöfnin á Breka í lokaveislu á kínverskri jörðu fyrir brottför. Annar frá hægri er Finnur Kristinsson, eftirlitsmaður með smíðinni og ötull ritari frétta af gangi skipasmíða í Kína á Fésbók. Hann er vélstjóri á Breka á heimleiðinni

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.