Starfakynning fyrir unga Eyjamenn

Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, Framhaldsskóli Vestmannaeyja og Grunnskóli Vestmannaeyja stóðu á dögunum fyrir starfakynningu þar sem áhersla var lögð á að kynna nemendum 9. og 10. bekkjar og framhaldsskólanemendum fjölbreytt störf er krefjast menntunar í Vestmannaeyjum.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, styrktu framtakið sem áhersluverkefni hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands. 

Starfakynningin var í nýju húsnæði Þekkingaseturs Vestmannaeyja og þar var saman kominn fjöldinn allur af fyrirtækjum sem kynntu starfsemi sína. Starfsmenn þeirra miðluðu þekkingu og reynslu af fjölbreyttum störfum sínum.

Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og Hafnareyrar kynntu fyrir ungu fólki starfsemina og gátu miðlað af reynslu sinni með því að fjalla meðal annars um störf starfsmannastjóra, lögfræðings, vélvirkja, vélstjóra og annarra iðnaðarmanna í fyrirtækjunum. Unga fólkið sýndi öllu þessu mikinn áhuga.

Vinnslustöðin og Hafnareyri fagna glæsilegu framtaki og þakka þeim sem því stóðu kærlega fyrir sig.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.