Áfanga fagnað í vöfflukaffi Starfsmönnum var boðið upp á vöfflukaffi í tilefni af því að fryst höfðu verið 6.000 tonn af loðnu! Hátt í 300 vöfflur komu úr járnunum og runnu ljúflega niður með sultu og rjóma. Mikil ánægja ríkjandi með framtakið.