Breki VE úr slipp – MYNDBAND

Breka VE var rennt út í sjó úr slippnum í miðborg Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun, í hávaðaroki og brunakulda. Allt gekk að óskum og hið fagra fley lagðist síðan um stund við hafnargarðinn þar sem hvalaskoðunarbátar liggja öðrum megin og hvalveiðibátar Hvals hf. hinum megin ...

Hér er tveggja mínútna myndbandsbútur frá morgninum.

 

Magnús Scheving  mátaði sig við skrúfuna miklu á Breka VE í slipp Stálsmiðjunnar í Reykjavík. Meira að segja stórmenni á við íþróttaálfinn í Latabæ verða smá á þessum stað ...

 

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.