Breki brá sér í borgina

Breki VE var tekinn upp í slipp í Reykjavík í vikunni í tengslum við skoðun á skipinu í tilefni af því að ársábyrgð kínversku skipasmíðastöðvarinnar rennur brátt út.

Skipið var afhent Vinnslustöðinni í Kína 13. mars 2018 með ársábyrgð og nú er það grandskoðað á meðan ábyrgðin varir.

Allt virðist vera í góðu standi og ekkert kom heldur fram við skoðun á þurru landi í höfuðborginni.

Málað var í leiðinni yfir nokkrar lítilsháttar rispur á botninum. Það var nú allt og sumt.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.