Draumur um loðnu og Gullborg VE

Fyrrverandi vélastjóra dreymdi í vikunni Gullborg með fullfermi af loðnu. Drauminn réði hann þannig: Loðna mun finnast 3.-8 mars og hún kemur að vestan. Nú er að sjá hvort draumur rætist!

Gullborg RE-38/VE-38 var þjóðþekkt aflaskip, upphaflega smíðað í Danmörku 1946.

Aflakóngurinn Binni í Gröf (Benóný Friðriksson (1904-1972)og Einar Sigurðsson útgerðarmaður keyptu Gullborg árið 1955. Binni var síðan með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur hans, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til ársins 2000.

Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni.

Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga. Þó eru þetta ekki nákvæmar tölur.

Faxaflóahafnir sf. eignuðust skipið 2008 og var það tekið upp í Daníelsslipp í Reykjavík þar sem það var teiknað inn í deiliskipulag svæðisins. Þar stendur nú þetta mikla happafley og hefur verið málað líkt og það leit áður út.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.