Egyptar og Tyrkir fá fyrsta makríl vertíðar sem lofar góðu hjá VSV

Við höfum tekið við um 4.000 tonnum frá upphafi vertíðar 13. júlí, fínum makríl með lítilli átu. Meiningin er að hreinsa upp vinnslunni í dag og á morgun fyrir Þjóðhátíð. Skipin fara til veiða síðdegis á mánudag og við hefjum vinnslu á ný að morgni miðvikudags 8. ágúst.“

Sindri Viðarssonar, sviðsstjóri uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar, er afar lukkulegur með upphaf markrílvertíðar. Söluhorfur eru líka góðar og fyrsti farmurinn er þegar á förum til Egyptalands og Tyrklands. Þar bíða kaupendur spenntir eftir fiskinum góða frá Eyjum á sína diska.

Makrílvertíðin markar enn ein þáttaskilin í starfsemi Vinnslustöðvarinnar. Nú voru teknar í gagnið hausa- og flökunarvélar í nýbyggingu samtengdri nýja uppsjávarfrystihúsinu. Í fyrsta sinn er unnið við aðstæður sem skapaðar hafa verið undanfarin ár með miklum og umfangsmiklum framkvæmdum og uppsetningu flókins tækjabúnaðar í vinnslusölum.

Nú er unnið í umhverfi sem eftir hefur verið beðið lengi með eftirvæntingu. Breytingin er mikil því nærri lætur að við höfum tvöfaldað afköstin frá því sem áður var. Allt vinnsluferlið og meðhöndlun hráefnisins er eins og best verður á kosið.“

Öll skip Vinnslustöðvarinnar eru í höfn og þegar líður á morgundaginn dettur líka á dúnalogn í fiskvinnsluranni fyrirtækisins. Leikar æsast hins vegar að sama skapi í Herjólfsdal þegar hafist verður handa við að reisa Þjóðhátíðarþorpið með tilheyrandi innréttingum og aðbúnaði. Þjóðhátíð gengur í garð.

  • Efri myndin var tekin um borð í Kap VE á bolludaginn 2018. Þá voru Jón Atli og áhöfn hans í þann veginn að leggja úr höfn í fyrsta túr loðnuvertíðarinnar. Sjómennirnir og Sindri Viðarsson ræddu málin. Hver einasta fittness stöð veraldar hefði verið fullsæmd af því sem á borð var borið í Kap.

 

 

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.