Eldur í bræðslukatli en betur fór en á horfðist

Eldur kviknaði í morgun í og við einn af kötlum Fiskimjölsverksmiðju VSV þegar olía sprautaðist þar yfir vegna bilunar í búnaði. Starfsmenn brugðust skjótt við, skrúfuðu fyrir olíuna og náðu að slökkva með dufttækjum á vettvangi. Svartan reyk lagði frá verksmiðjunni og sót barst um stund með vindi yfir hluta bæjarins.

„Þarna fór blessunarlega betur en á horfðist í fyrstu, þökk sé skjótum viðbrögðum starfsmanna og slökkvitækjum verksmiðjunnar.

Við náðum tökum á þessu fljótlega og tjón er fljótt á litið ekki umtalsvert, aðallega þarf að þrífa svæðið af sóti,“ segir Unnar Hólm Ólafsson verksmiðjustjóri

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.