FÖGNUM FRAMTÍÐINNI
Breka VE verður formlega gefið nafn og skipið blessað á Kleifabryggju föstudaginn 1. júní kl. 16:15. Að því loknu gefst gestum kostur á að skoða nýja frystiklefa Vinnslustöðvarinnar sem sömuleiðis verður gefið nafn.
Dagskrá 1. júní 2018
16:15 Hátíðarhöld við skipshlið á Kleifabryggju.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Einar Þór Sverrisson varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. flytja ávörp.
Séra Guðmundur Örn blessar Breka VE.
Tónlistaratriði og léttar veitingar.
Vinnslustöðin hf.