Fyrsti kafari veraldar sem heilsar upp á loðnutorfu í sjó

 

Erlendur Bogason kafari náði einstæðum myndum af loðnutorfu úti fyrir Snæfellsnesi snemma í marsmánuði, í blálok vertíðar. Hann notaði fjarstýrða myndavél um borð í Ingu P SH með firnagóðum árangri en hoppaði svo sjálfur í sjóinn og tók ótrúlegar myndir í djúpinu.

Ekki er vitað til að loðnutorfa hafi fyrr í sögunni verið mynduð á þennan hátt og enn síður að kafari hafi beinlínis blandað sér í slíkan félagsskap í sjó.

Stöð tvö birti frétt um málið að kvöldi 8. apríl 2021 og vakti sú verðskuldaða athygli

Vinnslustöðin gerði Erlend út í leiðangurinn og hér er óstytt útgáfa af upptökum sem sýnd var á aðalfundi VSV fyrir páska. Kafarinn sjálfur er þulur.

Erlendur Bogason býr sig til fundar við loðnukökk við Snæfellsnes 7. mars 2021.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.