Góða veislu gjöra skal með grillborgurum

Vinnslustöðin bauð starfsliði sínu til hamborgaraveislu í hádeginu í gær sem mæltist afar vel fyrir. Lilja Björg Arngrímsdóttir sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs var grillmeistari og naut aðstoðar Mörtu Möller.

Lilja stóð sig reyndar svo vel í hlutverkinu að yfir hana rigndi óskum um að mæta í garða við hús hér og þar í bænum um helgina og grilla ofan í heimafólk. Hver veit hvað gerist ...

Lilja mætti svo á ný á vettvang í gærkvöld og grillaði fyrir starfsfólk á næturvakt og þá sem voru að landa úr Kap. Ánægja kostgangara hennar var síst minni þá en í hádeginu.

  • Addi í London var á kreiki með myndavélina sína.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.