Hafnareyri – snyrtilegasta

fyrirtæki Vestmannaeyja!

Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri Hafnareyrar, tók í dag við viðurkenningu Rótarýklúbbs Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar í tilefni af því að Hafnareyri hlaut heiðurstitilinn snyrtilegasta fyrirtækið í Vestmannaeyjum.

Trausti sagði af því tilefni við athöfnina:

,,Starfsmenn fyrirtækisins eiga heiður skilin fyrir elju við að hafa snyrtilegt í kringum sig. Þetta er okkur svo sannarlega hvatning í að halda því áfram og gera betur. Það er ánægjulegt fyrir okkur að fá svona viðurkenningu og vil ég þakka Vestmannaeyjabæ og Rótarýklúbbnum fyrir að standa að þessum árlega viðburði."

Hjartanlega til hamingju, Hafnareyrarfólk!

Til gamans má svo geta þess að Vinnslustöðin er tengd fleiri verðlaunahöfum í dag:

  • Snyrtilegasta fasteignin: Nýjabæjarbraut 1, eigendur Hafdís Hannesdóttir, launafulltrúi VSV og Jóhann Þór Jóhannsson háseti á Breka VE.
  • Sérstök umhverfisviðurkenning: Hildur Jóhannsdóttir, útflutningsdeild VSV Seafood.

Hamingjuóskir á línuna!

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.