Halli Gísla áttræður

Haraldur Gíslason, hinn eini og sanni Halli Gísla, varð áttræður 25. febrúar. Starfsfólk á skrifstofunni hélt honum smávegis teiti í tilefni dagsins.

Annars var afmælisdagurinn eins og hver annar vinnudagur. Halli sat við símann og seldi fiskimjöl. Hið eina óvenjulega var að skiptiborð Vinnslustöðvarinnar var rauðglóandi frá morgni til kvöld. Viðskiptavinir og vinir hringdu látlaust til að óska afmælisbarninu til hamingju.

Halli á ekki farsíma og hefur aldrei átt. Varla eignast hann slíkt tæki úr þessu.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.