Húsfyllir í jólakaffi VSV

Svo fjölmennt var í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar að þessu sinni að sumir fengu ekki sæti og urðu að standa en kvörtuðu samt hvergi. Að minnsta kosti 200 manns mættu í Golfskálann og svo margmennt hefur ekki verið á jólasamkomunni um árabil.

Jólakaffi VSV er árlegur viðburður á aðventunni. Stjórn starfsmannafélagsins undirbýr mannfagnaðinn og starfsmenn sáu um bakkelsið.

Guðni Hjálmarsson, prestur í Betel, flutti hugvekju. Elísabet Guðnadóttir og Helgi Tórzhamar fluttu ljúf jólalög og rétt er að benda á að en þau efna til tónleika, Jólahvísls, 21. desember í Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum.

Jólasveinn mætti að sjálfsögðu og nestaði börn með sætindum fyrir heimferðina. Starfsmenn VSV voru líka leystir út með gjöfum.

Starfsmenn sem fagna fimmtugs- og sextugsafmælum um þessar mundir fengu armbandsúr af betri gerðinni að gjöf.

50 ára afmælisbörn:

 • Sigfús Pétur Pétursson – Breki VE
 • Jón Högni Stefánsson – Drangavík VE
 • Haraldur Hannesson – Kap VE
 • Gunnar Ingólfur Gíslason – Ísleifur VE
 • Valdimar Gestur Hafsteinsson – Kap VE.

60 ára afmælisbörn:

 • Magnús Jónasson – Ísleifur VE
 • Grettir Ingi Guðmundsson – Brynjólfur VE
 • Lech Bruszkiemicz – fiskvinnsla VSV.

Fjórir fengu armbandsúr í tilefni af starfslokum vegna aldurs. Þeim var jafnframt þakkað fyrir óeigingjarnt starf og góð verk í þágu félagsins:

 • Sigurður Friðbjörnsson – fiskimjölsverksmiðja VSV
 • Jónas Bergsteinsson – fiskimjölsverksmiðja  VSV
 • Helgi Geir Valdimarsson – Ísleifur VE 
 • Viðar Sigurbjörnsson – Hafnareyri.

 

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.