Jólakveðja Vinnslustöðvarinnar 

Vinnslustöðin óskar starfsfólki sínu, Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um farsæld og gæfu í lífi og starfi á nýju ári.

Fyrirtækið þakkar sérstaklega fyrir samstöðu og baráttuanda í röðum starfsmanna við erfiðar aðstæður vegna heimsfaraldurs Covid 19-veirunnar sem því miður sér ekki fyrir enda á. Á þá samstöðu reynir því miður áfram.

  • Kveðjunni fylgja skemmtilegar myndir af „jólatrjám“ úr saltfiski í verslunarmiðstöðvum í Portúgal.
  • Góð og verðmæt útflutningsvara okkar í Vinnslustöðinni er þannig í hávegum höfð í portúgölsku samfélagi.
  • VSV-saltfisk verður að finna á veisluborðum ótal fjölskyldna í Portúgal um jólin.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.