Jólasíldarvals VSV 2021

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar var afhent starfsmönnum við hátíðlega athöfn í dag (föstudag) og þar með er hægt að segja með sanni að glitti í hátíðarnar miklu við sjóndeildarhringinn.

Ingigerður Helgadóttir, flokksstjóri í uppsjávarvinnslunni, stýrði afhendingarathöfninni. Hún hefur verið í forystu verkefnishópsins sem hóf undirbúningsstörf í október og skilar lostætinu nú eftir að hafa tekið við hálfu þriðja tonni af hráefni til framleiðslunnar.

Þór Vilhjálmsson allsherjarreddari fyllti svo skott sendibíls af fötum með jólasíld og afhendir þær hluthöfum og vildarvinum félagsins um helgina og næstu daga.

Starfsmönnum VSV var boðið upp á síldarveislu í kaffistofunni glæsilegu í gær. Þar var árgangur '21 af jólasíld að sjálfsögðu á borðum + rúgbrauð, egg, maltesín að drekka með og jólakonfekt í restina.

 

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.