Krakkar kynnast loðnu

Fimm tugir nemenda í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn til okkar í uppsjávarvinnsluna í dag, kynntu sér loðnu, kreistu úr henni hrogn og smökkuðu hrognin.

Spáðu yfirleitt í þennan merkilega fisk frá öllum hliðum enda vel við hæfi því loðna er fiskur þessa árgangs í skólanum!

Krakkarnir voru leystir út með nammi - buffi, Prins pólói og Svala.

Allir glaðir, bæði gestir og gestgjafar.

Takk fyrir komuna!

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.