Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, sigraði með glæsibrag í netakeppni sjómannadagsins. Vinnslustöðvarfólk í kappróðrinum lét hins vegar ánægjuna af því að taka þátt í keppninni hafa forgang á árangurinn!

Árlegur sjómannadagstúr áhafnarinnar á Drangavík með starfsfólk VSV og fjölskyldur þess tókst afskaplega vel. Siglt var út fyrir Eyjar þar sem grillaðar voru pylsur og boðið líka upp á kók og súkkulaði. Þeir sem vildu spreyta sig við sjóstangveiði fengu tækifæri til þess en fiskuðu lítið, meira að segja annálaðar veiðiklær. Það breytti samt nákvæmlega engu um að ferðin var stórskemmtileg og eftirminnileg. Drangavíkurmenn eiga miklar þakkir skildar fyrir framtakið.

Síðast en ekki síst var fín mæting í kokkteil boð Vinnslustöðvarinnar í Eldheimum fyrir áhafnir skipa fyrirtækisins og maka. Gestir að sjálfsögðu í fínasta pússi sínu og glöddust vel áður en haldið var í Höllina til að njóta veislumatar og skemmtiatriða.

Bátarnir héldu úr höfn um hádegisbil í dag. Sjómenn og Eyjamenn yfirleitt endurnærðir á sál og líkama!

  • Myndir af hátíðahöldum sjómannadagsins og í siglingu með Drangavík: Addi í London

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.