„Mjög fínum makríl“ landað úr Kap VE

Í morgun var byrjað að landa um 250 tonnum af makríl úr Kap VE í Vestmannaeyjahöfn.

Þetta er fyrsti makríllinn sem Vinnslustöðin tekur á móti úr eigin skipi á vertíðinni. Fyrir helgi fékk VSV makríl til vinnslu úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, skipi Eskju sem útgerðarfyrirtækið Huginn í Vestmannaeyjum hefur nú á leigu.

Makríllinn er mjög fínn og fallegur fiskur með smávægilegri átu og veiðist suður af Vestmannaeyjum. Þetta lítur mjög vel út. Smávægilegir hnökrar voru í framleiðsluferlinu fyrstu klukkutímana á föstudaginn, sem eðlilegt er í upphafi. Nú gengur allt liðlega, eins og vera ber,“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri í Vinnslustöðinni.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.