Páskar og eggjatíð

Páskar hér, páskar þar, páskar alls staðar. Veiran breytir engu um þá staðreynd. Njótum hátíðarinnar en veirufaraldursins vegna skulum við fara varlega og virða sóttvarnarreglur!

Vinnslustöðin gefur öllu starfsfólki sínu páskaegg og sendir því hátíðarkveðjur.

Páskabingó fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra var á dagskrá á pálmasunnudag, 28. mars, en því hefur að sjálfsögðu verið aflýst vegna samkomutakmarkana.

Til stóð að veita alls 60 páskaegg í verðlaun á bingóinu en nú er ákveðið að færa heimilisfólki og starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum bingóeggin að gjöf með ósk um gleðilega páskahátíð og góðar stundir á erfiðum tímum.

Vinnslustöðin óskar Vestmannaeyingum öllum gleðilegra páska.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.