Sólargrill á föstudegi

Sumarsæla og breiðbrosandi fólk í hádegisgrillveislu Vinnslustöðvarinnar og Hafnareyrar í sumarsælunni í Hafnargötu í dag!

Benoný Þórissyni – Bennó er með gildum rökum eignuð hugmyndin að samkomunni. Hann spáði því að brakandi blíða yrði í hádeginu og kjörið að grilla og borða hádegisskattinn utan dyra. Það gekk fyllilega eftir.

Lilja Arngrímsdóttir og Sólveig Magnúsdóttir á VSV-kontórnum skipulögðu samkomuna og réðu Gísla Geir Tómasson, Benoný Þórisson og Sverri Haraldsson til starfa sem grillmeistara.

Skemmst er frá að segja að veislan tókst eins og best gat hugsast. Grillaðar pylsur, Prins póló og gos á línuna. Allir blíðir og glaðir.

Starfsmennirnir sem glíma við makríl á næturvakt í uppsjávarvinnslunni fá eigin grillveislu í kvöld. Framleiðslustjórinn þeirra, Bennó, ætlar að sjá til þess að loka þannig veisluhringnum á þessum sæla síðsumardegi í Eyjum.

Ljósmyndir: Lilja Arngrímsdóttir.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.