Samruni VSV, Óss og
Leo Seafood samþykktur
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf., Útgerðarfélagsins Óss hf. og Lea Seafood ehf. Samruninn var tilkynntur samkeppnisyfirvöldum 28. febrúar 2023 og niðurstaðan liggur nú fyrir.
Fram kemur að fyrirtækin fari með tæplega 7% af aflahlutdeild í þorskígildiskílóum, sem er undir 12% hámarki samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.