Vinnslustöðin vill þakka öllum þeim sem sóttu um sumarvinnu/vertíðarvinnu fyrir áhugann á að starfa hjá fyrirtækinu. Búið er að hafa samband við þá umsækjendur sem ráðnir voru inn í sumar.

 

Því miður komust mun færri að en vildu þetta sumarið en óvissa í tengslum við COVID-19 gerir það að verkum að mun færri voru ráðnir en til stóð að ráða upphaflega.

 

Allar umsóknir eru geymdar í þrjá mánuði. Ef þið viljið halda inni umsókn hjá okkur eftir þann tíma bið ég ykkur að hafa samband og endurnýja hana í lok sumars.

 

Lilja Björg Arngrímsdóttir,

starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.

 

 

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.