Þorrablót Vinnslustöðvarinnar

Vinnslustöðin hélt á dögunum í fjórða sinn Þorrablót fyrir starfsmenn sem eru hættir sökum aldurs. Þar gefst fyrrum starfsmönnum tækifæri á að hittast og rifja upp gömlu tímana í Vinnslustöðinni.

Binni framkvæmdastjóri, sagði sérstakt tilefni til að fagna núna því síðasta ár væri eitt það besta í sögu félagsins, bæði í magni og verðmæti afurða. 

Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssvið HS Veitna í Eyjum rakti sögu vatns í Vestmannaeyjum í mjög athyglisverðum fyrirlestri um vatn og vatnsleysi fram til ársins 1968 þegar lögð var vatnsleiðsla frá landi til Eyja. Friðbjörn Valtýsson sagði sögur frá gostímanum 1973.

Ívar Atlason, ræðumaður

Veislan var haldin í nýlegri starfsmannaaðstöðu Vinnslustöðvarinnar

Jakob Möller og Rut Ágústsdóttir

Friðbjörn Valtýsson, Svava Gunnarsdóttir, Kristín Gísladóttir og Sverrir Gunnlaugsson

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.