Verkstjóri í fiskvinnslu

Vinnslustöðin hf. auglýsir starf verkstjóra til umsóknar í fiskvinnslu félagsins í Vestmannaeyjum. Um er að ræða fullt starf og er miðað við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Spennandi tímar eru framundan í fiskvinnslu félagsins þar sem hafinn er undirbúningur að uppbyggingu nýs fiskvinnsluhúss fyrir botnfiskvinnslu félagsins.

 

Helstu verkefni:

 • Dagleg umsjón og skipulagning á fiskvinnslu félagsins í samvinnu við aðra stjórnendur.
 • Umsjón með framleiðsluskráningum.
 • Umsjón með gæðum hráefnis og framleiðsluvöru.
 • Fylgja eftir áætlunum og vinnsluferlum.
 • Virk þátttaka í stjórnun og umsjón starfsmannamála.
 • Önnur tengd og tilfallandi verkefni.

 

Þekking og hæfni:

 • Menntun og/eða reynsla í fiskvinnslu æskileg.
 • Reynsla af stjórnun er æskileg.
 • Góð tölvufærni og færni í framsetningu talna og gagna.
 • Enskukunnátta er kostur.
 • Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð samskiptafærni og jákvæðni.

 

Umsóknarfrestur er til 12. júní nk.  Allar umsóknir skulu berast til Lilju Bjargar Arngrímsdóttur, mannauðsstjóra, á netfangið lilja[at]vsv[dot]is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfiskssviðs, á netfanginu sverrir[at]vsv[dot]is eða í síma 488-8000.

 

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.