VSV og Hafnareyri fyrirmyndarfyrirtæki 2019

Vinnslustöðin er nr. 46 og Hafnareyri nr. 485 á lista alls 883 fyrirtækja sem Creditinfo telur framúrskarandi í ár. Þórdís Úlfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Eyjum, afhenti dýrindis kökur heiðrinum til staðfestingar í gær!

Fyrirtækjalistinn var birtur fyrir helgi og eins og nærri má geta standast mun færri en vildu kröfur sem gerðar eru til sæmdarheitisins framúrskarandi fyrirtæki 2019.

Einungis 2% allra íslenskra fyrirtækja teljast framúrskarandi.

Fyrirtækjunum er skipt í þrjá flokka:

  • Lítil (eignir 0-200 milljónir króna)
  • Meðalstór (eignir 200-1.000 milljónir króna)
  • Stór (eignir 1.000 milljónir eða meira.

Vinnslustöðin og Hafnareyri eru í flokki stóru fyrirtækjanna.

Þetta snýst í raun um stöðugleika en ekki að ná góðum árangri í eitt og eitt ár. Stöðugur og góður árangur ár eftir ár telst framúrskarandi. Detti fyrirtæki út af listanum þarf það framúrskarandi rekstrarárangur þrjú næstu ár til að komast inn á listann á nýjan leik.

Standast þarf eftirfarandi kröfur til að teljast framúrskarandi 2019:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Jákvæð rekstrarniðurstaða 2016-2018
  • Eiginfjárhlutfall að minnsta kosti 20% 2016-2018
  • Framkvæmdastjóri skráður hjá ríkisskattstjóra
  • Fyrirtækið virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi skilað til ríkisskattstjóra 2016-2018
  • Ársreikningi 2018 skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður 2016-2018
  • Rekstrartekjur að minnsta kosti 50 milljónir króna 2017 og 2018
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna 2017 og 2018 og minnst 90 milljónir króna 2016

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.