Jafnlaunastefna Vinnslustöðvarinnar

 

Jafnlaunastefnu þessari er ætlað að styðja við farsælan rekstur félagsins. Jafnlaunastefnan tekur til starfsmanna Vinnslustöðvarinnar og dótturfyrirtækja.

 

1. MARKMIÐ

Stefna Vinnslustöðvarinnar er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

 

Markmið jafnlaunastefnunnar er að tryggja að konur karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá hafi jöfn tækifæri hjá Vinnslustöðinni, að koma í veg fyrir kynbundin launamun og að Vinnslustöðin sé eftirsóttur vinnustaður í huga beggja kynja.

 

2. FRAMKVÆMD

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu Vinnslustöðvarinnar skuldbindur félagið sig til að:

 

1. Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Greiða laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð.

2. Meta umfang og eðli starfs sem hefur áhrif á laun, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álag, mannaforráð, samstarfshæfileikum, stjórnun og verkefnum.

3. Ákveða laun í samræmi við ofangreindar forsendur um þekkingu, hæfniþætti og ábyrgð í starfi.

4. Framkvæma árlega launagreiningu.

5. Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.

6. Framkvæma innri úttekt og rýni stjórnenda.

7. Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af framkvæmdaráði að þeim sé hlítt.

8. Kynna árlega niðurstöður launagreininga og jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum félagsins. Stefnan skal einnig vera aðgengileg á heimasíðu félagsins.

 

3. ÁBYRGÐ

Framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar ber ábyrgð á að skilgreina stefnu fyrirtækisins. Sviðsstjóri mannauðssviðs ber ábyrgð á innleiðingu, umbótum og hlítingu á settum viðmiðum, sem og að tryggja að stjórnendur þekki stefnuna og uppfylli öll skilyrði.

 

4. ÁBYRGÐ OG ENDURSKOÐUN

Framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar hf. ber ábyrgð á stefnu þessari.

Jafnlaunastefna þessi var upphaflega samþykkt af framkvæmdaráði Vinnslustöðvarinnar þann 22.10.2019. Jafnlaunastefnuna skal endurskoða á þriggja ára fresti.

 

Jafnlaunastefna þessi var endurskoðuð 08.10.2021 og samþykkt af framkvæmdaráði.

 

        

Persónuverndarstefna

Vinnslustöðin hf.

 

Almennt

Vinnslustöðin hf. leggur ríka áherslu á vernd og öryggi persónuupplýsinga í starfsemi sinni. Persónuverndarstefna þessi tekur til vinnslu persónuupplýsinga sem Vinnslustöðin ber ábyrgð á sem ábyrgðaraðili.

 

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega, svo sem vegna breytinga á því hvernig Vinnslustöðin vinnur með persónuupplýsingar, eða vegna breytinga á regluverki sem gildir um persónuvernd á hverjum tíma. Uppfærð persónuverndarstefna tekur gildi án fyrirvara með birtingu á heimasíðu félagsins.

 

Útgáfa þessi var samþykkt og gefin út þann 22. október 2019.

 

Vinnsla og tilgangur

Vinnslustöðin leggur mikið upp úr meðalhófi við vinnslu persónuupplýsinga og að vinnsla sé aðeins í samræmi við skýran og málefnalegan tilgang. Félagið leggur áherslu á að eingöngu séu skráðar persónuupplýsingar sem eru viðeigandi í hvert skipti og ekki umfram það sem nauðsynlegt er.

 

Félagið safnar persónuupplýsingum um starfsmenn, gesti á heimasíðu og í húsakynnum félagsins, í tengslum við viðburði og markaðsstarf, og um tengiliði viðskiptavina og birgja.

 

Grundvöllur söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga er í sumum tilvikum samningur eða samningsumleitanir. Tilgangurinn er þá yfirleitt kaup og/eða sala á þjónustu og vörum.

 

Í einstaka tilfellum vinnur Vinnslustöðin persónuupplýsingar á grundvelli samþykkis einstaklinga og er það helst í tengslum við viðburðarhald og/eða markaðsstarf.

 

Félagið heldur úti rafrænu myndavélakerfi í húsakynnum sínum í Vestmanneyjum og eru persónuupplýsingar unnar úr kerfinu á grundvelli hagsmuna félagsins af því að gæta eigna sinna og öryggis starfsmanna og gesta.

 

Varðveislutími

Vinnslustöðin geymir persónuupplýsingar í þann tíma sem nauðsynlegt er til að uppfylla tilgang vinnslu, nema lengri geymslutíma sé krafist, til dæmis í lögum. Sé möguleiki á því að þörf verði fyrir persónuupplýsingar síðar til að uppfylla lagaskyldu eða höfða mál vegna réttarkröfu mun félagið varðveita þær upplýsingar á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.

 

Miðlun og öryggi

Persónuupplýsingum kann að vera miðlað til þriðju aðila (vinnsluaðila) til þess að vinna tiltekin verkefni tengd starfsemi og rekstri félagsins.

 

Vinnslustöðin tryggir í þeim tilvikum, samkvæmt fyrirmælum í vinnslusamningi, að aðeins sé veittur aðgangur að persónuupplýsingum sem eru nauðsynlegar til að ljúka við verkefni eða veita ákveðna þjónustu, og að um ábyrga og örugga vinnsluaðila sé að ræða.

 

Að öðru leiti er persónuupplýsingum ekki miðlað til þriðja aðila, nema að fengnu samþykki eða ef slík miðlun er í samræmi við ákvæði samninga, laga eða dómsúrskurð.

 

Félagið gerir viðeigandi öryggisráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Öryggisráðstafanir eru reglulega teknar út og stöðugt er unnið að umbótum. Gætt er að því að uppfæra persónuupplýsingar eftir þörfum og þær eru ekki varðveittar lengur en þörf er á.

 

Stjórn og aðgangur að persónuupplýsingum

Einstaklingar sem óska eftir upplýsingum um vinnslu persónuupplýsingar eða vilja nýta réttindi tengd þeim, eins og að:

 

  • fá afrit af persónuupplýsingum;
  • óska eftir leiðréttingu upplýsinga, enda séu þær ófullkomnar eða ónákvæmar;
  • andmæla vinnslu persónuupplýsinga og/eða óska eftir því að vinnsla sé takmörkuð;
  • óska eftir því að persónuupplýsingum sé eytt við ákveðnar aðstæður;
  • leggja fram kvörtun til Persónuverndar um vinnslu félagsins. Nánari upplýsingar um það ferli má finna á heimasíðu Persónuverndar: https://personuvernd.is.

 

Réttindi einstaklinga tengd vinnslu persónuupplýsinga geta að vera háð takmörkunum sem má meðal annars leiða af lögum og/eða öðrum hagsmunum. Tekið er við fyrirspurnum vegna persónuverndar hjá Vinnslustöðinni í gegnum netfangið: abendingar@vsv.is.

 

Vinnslustöðin mun ávallt óska eftir formlegri staðfestingu á auðkenni einstaklinga sem senda fyrirspurn tengdar vinnslu persónuupplýsingum. Fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er og aldrei seinna en innan 30 daga. Afgreiðsla erinda er almennt gjaldfrjáls.

 

Vefkökur (e. cookies)

Vefkökur eru textaskrár sem eru vistaðar á því tæki sem notað er til að heimsækja vefsíðu Vinnslustöðvarinnar (https://vsv.is).

 

Mismunandi tegundir af vefkökum eru til. Vinnslustöðin notar eingöngu vefkökur sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja virkni vefsíðu félagsins.

 

Vinnslustöðin notar Google Analytics til vefmælinga. Ákveðin atriði eru skráð við hverja komu inn á vefsíðu félagsins, svo sem tími og dagsetning komu, leitarorð, frá hvaða vef er komið, gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar eru notaðar við vefþróun.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.