Jafnlaunastefna Vinnslustöðvarinnar

Jafnlaunastefnan tekur til starfsmanna Vinnslustöðvarinnar og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum félagsins þau réttindi sem kveðið er á um í 19. grein jafnréttislaga nr. 10/2008.

 

  1. Markmið

Stefna Vinnslustöðvarinnar er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

 

Markmið jafnlaunastefnunnar er að tryggja að konur og karlar hafi jöfn tækifæri hjá Vinnslustöðinni, að koma í veg fyrir kynbundin launamun og að Vinnslustöðin sé eftirsóttur vinnustaður í huga beggja kynja.

 

  1. Framkvæmd

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu Vinnslustöðvarinnar skuldbindur félagið sig til að:

 

  1. Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.
  2. Framkvæma árlega launagreiningu.
  3. Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  4. Framkvæma innri úttekt og rýni stjórnenda.
  5. Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af framkvæmdaráði að þeim sé hlítt.
  6. Kynna árlega niðurstöður launagreininga og jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum félagsins. Stefnan skal einnig vera aðgengileg á heimasíðu félagsins.

 

  1. Ábyrgð

Framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar ber ábyrgð á að skilgreina stefnu fyrirtækisins. Sviðsstjóri mannauðssviðs ber ábyrgð á innleiðingu, umbótum og hlítingu á settum viðmiðum, sem og að tryggja að stjórnendur þekki stefnuna og uppfylli öll skilyrði.

 

  1. Ábyrgð og endurskoðun

Framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar hf. ber ábyrgð á stefnu þessari.

Jafnlaunastefna þessi var samþykkt af framkvæmdaráði Vinnslustöðvarinnar þann 22.10.2019 og gildir hún í eitt ár. Jafnlaunastefnan verður endurskoðuð að ári liðnu.

 

        

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.