Árshátíð VSV: Gleði, tónlist og dans fram á nótt
Árshátíð Vinnslustöðvarinnar var haldin með pompi og prakt um helgina. Hátíðin hófst með fordrykk á Háaloftinu þar sem gestir nutu samvista áður en hátíðin var formlega sett í Höllinni.
Veislustjórar kvöldsins voru hinir óviðjafnanlegu Sveppi og Pétur Jóhann. Þeir leiddu gesti í gegnum kvöldið með léttu spjalli, húmor og sprelli, eins og þeim einum er lagið.
Á milli rétta nutu hátíðargestir tónlistar og skemmtiatriða á heimsmælikvarða. Matarveislan stóð langt fram á kvöld þar sem meistarakokkurinn Einsi Kaldi töfraði fram glæsilega forrétti, steikarhlaðborð og eftirréttaplatta, sem hlaut mikið lof.
Að lokinni formlegri dagskrá opnuðust dyr Hallarinnar fyrir almenning, og hófst þá dansleikur sem stóð fram á nótt. Húsið fylltist af gleði, söng og fjöri þar sem starfsfólk og gestir dönsuðu inn í nóttina. Myndasyrpu frá gleðinni má sjá hér að neðan.


























































