Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Arshatid 2025 IMG 8076 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar var haldin með pompi og prakt um helgina. Hátíðin hófst með fordrykk á Háaloftinu þar sem gestir nutu samvista áður en hátíðin var formlega sett í Höllinni.

Veislustjórar kvöldsins voru hinir óviðjafnanlegu Sveppi og Pétur Jóhann. Þeir leiddu gesti í gegnum kvöldið með léttu spjalli, húmor og sprelli, eins og þeim einum er lagið.

Á milli rétta nutu hátíðargestir tónlistar og skemmtiatriða á heimsmælikvarða. Matarveislan stóð langt fram á kvöld þar sem meistarakokkurinn ​Einsi Kaldi töfraði fram glæsilega forrétti, steikarhlaðborð og eftirréttaplatta, sem hlaut mikið lof.

Að lokinni formlegri dagskrá opnuðust dyr Hallarinnar fyrir almenning, og hófst þá dansleikur sem stóð fram á nótt. Húsið fylltist af gleði, söng og fjöri þar sem starfsfólk og gestir dönsuðu inn í nóttina. Myndasyrpu frá gleðinni má sjá hér að neðan.