Fara á efnissvæði
World Map Background Image
TasteTheDedication

Ábyrgð

9.55°C

ESE

11.32 m/s

MSC vottun okkar

MSC vottun okkar

MSC (Marine Stewardship Council) er alþjóðlegt non-profit félag sem tekur á vanda ósjálfbærra veiða og passar upp á sjávarafurðir fyrir framtíðina. MSC er vottun fyrir útvegsfyrirtæki, líkt og Vinnslustöðina, sem hjálpa til við að halda hafinu heilbrigðu og fullu af lífi.

Vinnslustöðin uppfyllir þá staðla um sjálfbærar veiðar og rekjanleika sjávarfangs sem MSC hefur sett. Þetta þýðir að rekja má fiskinn okkar til fiskimiðanna. Kröfur MSC uppfylla alþjóðlegar bestu starfsvenjur fyrir vottunar- og umhverfismerkingaráætlanir.

IRF vottun okkar

IRF vottun okkar

Vottun um ábyrgar íslenskar fiskveiðar (IRF) staðfestir að fiskurinn okkar er veiddur í íslenskri lögsögu og að meðferð á afurðum sé góð. Vottun þessi auðveldar hagsmunaaðilum að koma auga á vöru sem hefur íslenskan uppruna og að hún hafi verið veidd í samræmi við ábyrgð um sjálfbærni.

Vinnslustöðin er stolt af því að vera IRF-vottuð með því að sækja fisk á ábyrgan hátt í Norður-Atlantshafi meðfram ströndum Íslands.

Gæðayfirlýsing

Gæðayfirlýsing

Vinnslustöðin starfar samkvæmt Hazard Analysis and Critical Control Points (HACCP). HACCP er stjórnunarkerfi sem tryggir öryggi, gæði og heilsufarslegan ávinning matvæla. Vinnslustöðin notar innra eftirlit við framleiðslu og dreifingu á vörum. Þetta þýðir að öll framleiðsluferli eru einfölduð til að koma í veg fyrir allt sem gæti haft áhrif á gæði, öryggi og heilsufar fisksins, annaðhvort við framleiðslu eða dreifingu.